top of page
 • Facebook
 • Instagram

Leiga

Dansverkstæðið leigir æfingasali til sviðslistafólks; danslistafólks, leikhópa, óperuhópa og sirkuslistamanna. Einnig er hægt að leigja sali fyrir námskeið, fundi og aðra staka viðburði. 

Auk æfingasala eru búningsherbergi og sófakrókur á efri hæð Dansverkstæðisins. Á neðri hæð er eldhúsaðstaða, setustofa og skrifstofur.

Til að leigja sal og fá upplýsingar um verð, getur þú sent póst á info@dansverkstaedid.com, eða haft samband við okkur hér.

Salur 1

Salur 1 er hvítur og bjartur 145 m2 salur, með gluggum á báðum hliðarveggjum. Speglar eru á einum vegg, en hægt að hylja þá með tjöldum.

 • Fjaðrandi, grálakkað viðargólf

 • Hvítur/svartur dansdúkur

 • ​Hljóðkerfi

 • Einfalt ljósaborð og 8 kastarar

 • Grunnflötur 12 m x 12,5 m

 • Lofthæð 3,5 m

Salur 2

Salur 2 er hvítur og bjartur 100 m2 salur, með gluggum á  hliðarvegg. Speglar eru á einum vegg, en hægt að hylja þá með tjöldum.

 • Fjaðrandi, grálakkað viðargólf

 • Hvítur/svartur dansdúkur

 • ​Hljóðkerfi

 • Grunnflötur 10 m x 10,5 m

 • Lofthæð 3,5 m

Salur 3

Salur 3 er hvítur og bjartur 26 m2 salur, með gluggum á hliðarvegg. 

 • Fjaðrandi, grálakkað viðargólf

 • Hljóðkerfi

 • Grunnflötur 4,7 m x 5,5 m

 • Lofthæð 3,5 m

Annað

Á 1. hæð Dansverkstæðisins er einföld eldhúsaðstaða, með stóru matarborði. Sófar og stólar tryggja sæti fyrir 20 manns. 

​Á 1. hæð er einnig fundarherbergi og skrifstofa, sem hægt er að leigja tímabundið.

​Bílastæði eru framan og aftan við húsið.

Strætó númer 15 stoppar beint framan við húsið.