STARFSEMI
Dansverkstæðið - vinnustofur danshöfunda, var stofnað árið 2010 af hópi danshöfunda sem vildi bæta vinnuaðstöðu danslistafólks. Dansverkstæðið leigir æfingasali til sviðslistafólks; danslistafólks, leikhópa, óperuhópa og sirkuslistamanna. Einnig er hægt að leigja sali fyrir námskeið, fundi og aðra staka viðburði.
Dansverkstæðið skipuleggur reglulega þjálfunartíma og námskeið fyrir dansara og annað sviðslistafólk. Með aðild að ýmsum alþjóðlegum verkefnum tekur Dansverkstæðið þátt í uppbyggingu danslistarinnar og stuðlar að auknum tækifærum fyrir danslistafólk.
Reykjavík Dance Festival, Félag íslenskra listdansara og önnur félög og hagsmunasamtök danslistamanna hafa aðsetur í Dansverkstæðinu. Þannig er Dansverkstæðið sameiginlegur vettvangur þessara aðila og heimili dansins.
Grunngildin
Hreiður
Við erum griðastaður fyrir hæfileika og forvitni sem stuðlar að uppbyggingu, miðlar þekkingu, nærir listamanninn og félagsandann.
Brú
Við tengjum einstaklinga og hópa við samfélagið og heiminn. Brúin milli míkró og makró.
Rödd
Með rödd okkar höfum við áhrif, miðlum þekkingu og sköpum samtal.
Hringiða
Við erum rými fyrir kreatíft kaos.
Þessi grunngildi Dansverkstæðisins voru samþykkt í
stefnumótunarvinnu Dansverkstæðisins í febrúar 2016
Stjórn Dansverkstæðisins 2023 er þannig skipuð:
Rósa Ómarsdóttir, formaður
Sigurður Arent Jónsson, ritari
Bryndís Nielsen, gjaldkeri
Valgerður Rúnarsdóttir, meðstjórnandi
Snædís L Ingadóttir, meðstjórnandi
Varamenn:
Melkorka S Magnúsdóttir og Heba Eir Jónasdóttir Kjeld
Ársskýrsla Dansverkstæðisins 2022
STARFSFÓLK & STJÓRN
SAMSTARF
Dansverkstæðið vinnur að ýmsum verkefnum í samstarfi við innlenda og erlenda aðila.
-
NB8: Nordic circle Mentoring Program. Handleiðsluverkefni fyrir norræna dansframleiðendur miðla reynslu og efla stuðningsnet.
-
CROWD. Rannsóknarverkefni fyrir danslistamenn sem að vinna með dans í samfélaginu á ólíkan hátt.
-
Keðja - evrópskt tengslanet. Skipuleggur fundi og viðburði fyrir danslistamenn. Næsti viðburðir er STRETCH Göteborg 2023
-
BPART - Be Part! er 2 ára samstarfsverkefni sem leiðir saman listamenn frá Tékklandi, Mexíkó, Ítalíu, Kanada, Bandaríkjunum og Íslandi. Í verkefninu er skapandi ferli notað til styðja við samfélagslega þróun, tengingar á milli ólíkra hópa og til að auka sýnileika minnihlutahópa. Verkefnið er styrkt af sjóðum EEA og Noregs. Lesið meira um verkefnið hér.
SAGAN
Dansverkstæðið var stofnað árið 2010 af hópi danshöfunda sem fannst vanta samastað fyrir danshöfunda til að æfa og þróa list sína og starfsferil. Með styrk frá Reykjavíkurborg var leigu-samningur undirritaður 10. ágúst 2010 fyrir Skúlagötu 28, 4. hæð og hafist handa við að mála rýmin og leggja trégólf. Húsnæðið opnaði svo formlega 1. október.
Eftir tæp tvö ár á Skúlagötu 28, flutti Dansverkstæðið yfir á Skúlagötu 30, 2. hæð og starfaði þar áfram til ágúst 2017. Þá missti Dansverkstæðið húsnæðið vegna byggingarframkvæmda. Eftir nokkurn óvissutíma tókst að tryggja Dansverkstæðinu nýjan og mun stærri samastað á Hjarðarhaga 47. Miklar breytingar þurfti að gera í húsinu til að það hentaði starfsemi Dansverkstæðisins og í eitt ár var starfsemin í lausu lofti. Á haustmánuðum 2018 byrjaði starfsemi Dansverkstæðisins að fikra sig yfir þröskuldinn, þó framkvæmdir stæðu enn yfir. Haustið 2019 var Dansverkstæðið formlega opnað á Hjarðarhaganum og fánar Dansverkstæðisins dregnir að húni.
SKÝRSLUR UM DANS
Félag íslenskra listdansara og Samtök um Danshús hafa gert skýrslur um dans sem veita fróðlega innsýn í sögu og starfsumhverfi listdansins.
Dansstefna 22/23
FÍLD, 2022
Danshús á Íslandi
Samtök um Danshús,
Íslenski dansflokkurinn
og RDF, 2017
Listdanskennsla á Íslandi
FÍLD, 2011
Dansstefna 10/20
FÍLD, 2010
Tillögur að Danshúsi
FÍLD, 2007
Menningar-, viðskipta- og ferðamálaráðuneytið styður Dansverkstæðið
Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins fjármagnar sérverkefni á Dansverkstæðinu
Reykjavíkurborg
styður Dansverkstæðið